Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak skoraði fyrra mark Newcastle sem vann 2-0 útisigur gegn Arsenal í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.
Liðsfélagi Isak, Anthony Gordon, sagði í viðtali eftir leik að Svíinn væri besta 'nían' í Evrópuboltanum um þessar mundir.
Liðsfélagi Isak, Anthony Gordon, sagði í viðtali eftir leik að Svíinn væri besta 'nían' í Evrópuboltanum um þessar mundir.
„Hann er orðinn betri leikmaður, hann er sífellt að bæta sig. Sjálfstraustið er gróðarlegt. Hann skoraði 25 mörk á síðasta tímabili og nú er hann kominn með 15. Hann gæti farið yfir 30 mörkin," segir John Murray, íþróttafréttamaður breska ríkisútvarpsins.
„Það verður að gefa Eddie Howe, stjóra Newcastle, hrós. Við tölum um það hvernig góðir stjórar ná að gera leikmenn betri. Isak er að bæta sig undir Howe."
Athugasemdir