Arsenal 0 - 2 Newcastle
0-1 Alexander Isak ('37 )
0-2 Anthony Gordon ('51 )
0-1 Alexander Isak ('37 )
0-2 Anthony Gordon ('51 )
Newcastle er í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum deildabikarsins á Emirates í kvöld.
Bæði lið fengu tækifæri í upphafi leiks en Gabriel Martinelli komst í gott færi eftir hálfltíma leik en skaut í stöng. í kjölfarið fékk Arsenal góða möguleika en Newcastle tókst að refsa.
Boltinn datt fyrir Alexander Isak inn á teignum og hann skoraði af öryggi. Hans tíunda mark í síðustu níu leikjum.
Snemma í seinni hálfleik bætti Anthony Gordon öðru markinu við þegar hann fylgdi eftir skoti frá Isak sem David Raya varði út í teiginn. Kai Havertz klikkaði á dauðafæri stuttu síðar en hann misreiknaði boltann sem fór af öxlinni á honum.
Arsenal tókst ekki að ógna Martin Dubravka í marki Newcastle og úrslitin því ráðin. Seinini leikur liðanna fer fram þann 5. febrúar. Sigurvegarinn mætir annað hvort Tottenham eða Liverpool í úrslitum. Tottenham fær Liverpool í heimsókn í fyrri leik liðanna á morgun.
Athugasemdir