Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óttast var um Alaba en hann er núna mættur aftur
David Alaba.
David Alaba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Alaba er mættur aftur í leikmannahóp Real Madrid eftir langvarandi meiðsli.

Alaba, sem er 32 ára gamall, sleit krossband í leik gegn Villarreal í desember árið 2023. Hann hefur ekki spilað fótbolta síðan þá.

Endurhæfingin gekk ekki alveg að óskum og um tíma var óttast að Alaba myndi ekki spila fótbolta aftur.

En hann er núna búinn að vera að æfa á fullu og er í leikmannahópnum gegn Mallorca í næsta leik. Þetta eru frábær tíðindi fyrir Madrídarstórveldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner