Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilbúið að greiða 20 milljón evra pakka fyrir Antony
Antony.
Antony.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Antony er hugsanlega á förum frá Manchester United núna í janúarglugganum.

Gríska félagið Olympiakos hefur áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Gríski blaðamaðurinn Kostas Lianos talaði um áhuga Olympiakos á Antony fyrr í dag.

„Mínir heimildarmenn sem eru mjög nálægt þessu öllu saman segja mér að félagið hafi mikinn áhuga á að fá Antony núna í janúar," segir Lianos.

„Olympiakos hefur áhuga á því að fá hann á láni. Það sem ég er að heyra er að Olympiakos er tilbúið að borga 1,5 til 2 milljónir evra fyrir lánið og svo 18 milljónir evra til þess að kaupa hann. Það verður því heildarpakki upp á 20 milljónir evra."

Antony, sem er 24 ára, var keyptur til Man Utd fyrir um 95 milljónir evra sumarið 2022. Hann hefur ollið miklum vonbrigðum frá því hann kom til enska félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner