Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deschamps hættir með franska landsliðið eftir HM 2026
Mynd: EPA
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, mun hætta störfum eftir HM 2026.

Hann mun ekki framlengja samning sinn við franska sambandið og mun því hætta þegar þátttöku liðsins lýkur á HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Franski miðillinn L'Equipe greinir frá þessu en þar kemur fram að Deschamps muni tilkynna ákvörðun sína á morgun.

Deschamps er 56 ára og hefur verið landsliðsþjálfari Frakka frá 2012. Liðið vann HM 2018 og Þjóðadeildina 2021 undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner