Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
„Trent ætti að stíga fram og segja að hann sé á förum“
Mynd: EPA
Leon Osman, sparkspekingur BBC, segir að það væri best fyrir Liverpool og Trent Alexander-Arnold ef leikmaðurinn myndi stíga fram og greina frá stöðunni.

Allt bendir til að Alexander-Arnold fari til Real Madrid þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Hann fékk mikla gagnrýni fyrir lélega frammistöðu í jafnteflinu gegn Manchester United og var sakaður um að vera með einbeitinguna á röngum stað.

„Trent Alexander-Arnold ætti að stíga fram og segja að hann sé líklega á förum eftir tímabilið. Eins og Jurgen Klopp gerði. Hann getur þá notið síðustu mánuðinna sem leikmaður Liverpool," segir Osman.

„Þetta er glugginn fyrir Trent Alexander-Arnold ef hann vill fara frá Liverpool og fara í eitt stærsta félag heims. Hann fer ekki frá uppeldisfélaginu nema það sé í boði. Hann er búinn að vinna allt með Liverpool og er líklega að hugsa að það sé nú eða aldrei."

Auk Alexander-Arnold eru þeir Mo Salah og Virgil van Dijk að renna út á samningum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner