Robby Wakaka stoppaði ekki lengi á Íslandi en hann hefur yfirgefið FH og er farinn aftur heim til Belgíu.
Hann hefur samið við þriðju deildar liðið KVK Tienen.
Wakaka var fenginn til FH í ágúst en Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, sagði í samtali við Fótbolta.net að hann hafi verið fenginn inn til að leysa Loga Hrafn Róbertsson af hólmi ef hann skildi yfirgefa félagið.
Logi Hrafn var áfram þar til í vetur en Wakaka kom aðeins við sögu í tveimur leikjum.
Wakaka er tvítugur miðjumaður sem gekk til liðs við FH frá Gent en hann hafði spilað fyrir U23 ára lið Gent. Hann æfði með Dender og Club Brugge áður en hann samdi við Tienen.
Athugasemdir