Gísli Gottskálk Þórðarson skrifaði í gær undir samning við Lech Poznan sem gildir til ársins 2029. Um er að ræða eina stærstu sölu sem íslenskt félagslið hefur gert en hann kemur til Lech eftir að hafa slegið í gegn með Víkingum.
Það virðist vera mikil eftirvænting fyrir Gísla í Poznan en í pólskum fjölmiðlum er talað um hann sem eftirmann Jakub Moder sem var seldur til Brighton fyrir nokkrum árum.
Það virðist vera mikil eftirvænting fyrir Gísla í Poznan en í pólskum fjölmiðlum er talað um hann sem eftirmann Jakub Moder sem var seldur til Brighton fyrir nokkrum árum.
Á vefmiðlinum Meczyki í Póllandi er farið vel yfir Gísla og hans styrkleika. Er þar meðal annars talað um að hann verði einn hávaxnasti leikmaður liðsins, en Gísli er um 1,90 á hæð.
Njósnarar Lech hafa fylgst vel með Gísla síðasta mánuði í Sambandsdeildinni og samkvæmt greininni telja þeir að hann hafi bætt sig mikið á þeim tíma.
„Þegar horft er á nýja Lech Pozna? leikmanninn er erfitt að bera hann ekki saman við Jakub Moder. Hann hefur svipaða líkamlega eiginleika, hann vill búa til pláss með boltanum og hann er með góðar sendingar," segir í greininni.
Moder er 25 ára gamall og lék með Lech Poznan áður en hann fór í ensku úrvalsdeildina árið 2020.
Lech borgaði á milli 500 og 600 þúsund evrur fyrir Gísla og það verður gaman að fylgjast með honum hjá pólska félaginu.
Athugasemdir