Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Cunha bauðst til að kaupa ný gleraugu
Cunha lenti í átökum eftir tap gegn Ipswich í desember.
Cunha lenti í átökum eftir tap gegn Ipswich í desember.
Mynd: Getty Images
Matheus Cunha bauðst til að borga ný gleraugu fyrir öryggisvörð Ipswich og það hjálpaði honum að fá styttra bann.

Þessi sóknarmaður Wolves fékk tveggja leikja bann og 80 þúsund punda sekt eftir að hann lenti saman við öryggisvörðinn í síðasta mánuði.

Cunha hrifsaði gleraugun af manninum eftir 2-1 tapleik Wolves á Molineux.

Aganefndin ætlaði að dæma Cunha í þriggja leikja bann og gefa honum 120 þúsund punda sekt. En þar sem Brasilíumaðurinn sendi afsökunarbeiðni og bauðst til að borga fyrir nú gleraugu var ákveðið að gera refsinguna vægari.

Cunha afplánaði fyrri leikinn í banninu í gær þegar Úlfarnir töpuðu 3-0 gegn Nottingham Forest.
Athugasemdir
banner
banner
banner