Matheus Cunha bauðst til að borga ný gleraugu fyrir öryggisvörð Ipswich og það hjálpaði honum að fá styttra bann.
Þessi sóknarmaður Wolves fékk tveggja leikja bann og 80 þúsund punda sekt eftir að hann lenti saman við öryggisvörðinn í síðasta mánuði.
Þessi sóknarmaður Wolves fékk tveggja leikja bann og 80 þúsund punda sekt eftir að hann lenti saman við öryggisvörðinn í síðasta mánuði.
Cunha hrifsaði gleraugun af manninum eftir 2-1 tapleik Wolves á Molineux.
Aganefndin ætlaði að dæma Cunha í þriggja leikja bann og gefa honum 120 þúsund punda sekt. En þar sem Brasilíumaðurinn sendi afsökunarbeiðni og bauðst til að borga fyrir nú gleraugu var ákveðið að gera refsinguna vægari.
Cunha afplánaði fyrri leikinn í banninu í gær þegar Úlfarnir töpuðu 3-0 gegn Nottingham Forest.
Athugasemdir