Það er útlit fyrir að unglingalandsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson verði áfram í Danmörku en hann er á mála hjá FC Kaupmannahöfn.
Samningur Galdurs við FCK rennur út næsta sumar en samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru viðræður við Horsens í gangi. Horsens leikur í dönsku B-deildinni.
Hann er fæddur árið 2006 en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði FCK í mars á síðasta ári þegar hann kom inn á í æfingaleik gegn B93. Hann var orðaður við heimkomu fyrir áramót en Víkingur og KR voru nefnd til sögunnar.
Galdur á að baki 14 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af átta fyrir U19. Hann er uppalinn hjá ÍBV og Breiðablik; skipti yfir í Breiðablik sumarið 2019 og þremur árum seinna var hann farinn út.
Ásgeir Galdur Guðmundsson á leið til Horsens í Danmörku frá FCK.#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/gJNxGySqWQ
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) January 7, 2025
Athugasemdir