Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Reynir City við Marmoush núna í janúar?
Omar Marmoush.
Omar Marmoush.
Mynd: Getty Images
Guardian fjallar um áhuga Manchester City á egypska sóknarmanninum Omar Marmoush sem hefur farið á kostum með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Talið er að erfitt verði að kaupa hann í þessum glugga þar sem Frankfurt er í þriðja sæti og í harðri baráttu um að komast í Meistaradeildina.

Marmoush er búinn að skora 13 mörk á þessu tímabili, aðeins Harry Kane hefur skorað fleiri mörk í Bundesligunni.

Marmoush myndi kosta um 50 milljónir punda. Hann er 'nía' sem getur líka spilað á vængnum eða sem sóknarmiðjumaður. Hann er 25 ára og er alls með 18 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

City seldi Julian Alvarez til Atletico Madrid fyrir 82 milljónir punda síðasta sumar en fékk ekki leikmann í hans stað. Þetta hefur verið brösótt tímabil fyrir ríkjandi Englandsmeistara.
Athugasemdir
banner
banner
banner