Hinn áreiðanlegi David Ornstein segir að Borussia Dortmund hafi bæst í kapphlaupið um Marcus Rashford, framherja Manchester United.
Þýska félagið ætlar sér að reyna að fá Rashford á láni frá Man Utd út tímabilið.
Þýska félagið ætlar sér að reyna að fá Rashford á láni frá Man Utd út tímabilið.
Rashford hefur ekki tekið þátt í síðustu leikjum og oftar en ekki verið utan hóps. Hann virðist ekki vera inn í myndinni hjá Rúben Amorim, nýjum stjóra liðsins.
Ornstein segir að ásamt Dortmund, þá séu AC Milan, Juventus og félög í ensku úrvalsdeildinni að skoða það að fá Rashford til sín.
Líklegast þykir að Rashford fari annað á láni út tímabilið en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist.
Athugasemdir