Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Arteta segir að boltinn hafi gert sínu liði óleik
Flugið á boltanum er öðruvísi segir Spánverjinn.
Flugið á boltanum er öðruvísi segir Spánverjinn.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að Puma boltinn sem notaður er í deildabikarnum hafi gert liði sínu óleik í 0-2 tapinu gegn Newcastle í undanúrslitum deildabikarsins í gær. Þetta var fyrri viðureign liðanna.

Arsenal átti 23 skot í leiknum en bara þrjú á rammann. Í ensku úrvalsdeildinni er notast við bolta frá Nike en í deildabikarnum er bolti frá Puma.

„Mörg af skotunum okkar fóru yfir markið. Þetta er snúið því það er mikið flug á þessum boltum. Við þurfum að gera betur í smáatriðunum," sagði Arteta eftir leikinn.

„Þetta er að baki og við getum engu breytt núna. Boltinn er öðruvísi en við verum vanir í deildinni og við þurfum að aðlagast því. Flugið á honum er öðruvísi."

Athugasemdir
banner
banner