Þær Ásdís Þóra Böðvarsdóttir og Bergljót Júlíana Kristinsdóttir hafa gengið til liðs við Fylki og skrifuðu undir tveggja ára samning.
Ásdís er 17 ára varnarmaður. Hún var í stóru hlutverki hjá Selfossi síðasta sumar þar sem hún kom við sögu í 23 leikjum. Hún hefur leikið einn landsleik fyrir u17 ára landsliðið.
Bergljót er 19 ára markvörður. Hún ere uppalin í Val en gekk til liðs við Fylki frá KR. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.
Fylkir féll úr Bestu deildinni síðasta sumar og spilar því í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir