Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tvær ungar til Fylkis (Staðfest)
Bergljót Júlíana
Bergljót Júlíana
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þær Ásdís Þóra Böðvarsdóttir og Bergljót Júlíana Kristinsdóttir hafa gengið til liðs við Fylki og skrifuðu undir tveggja ára samning.

Ásdís er 17 ára varnarmaður. Hún var í stóru hlutverki hjá Selfossi síðasta sumar þar sem hún kom við sögu í 23 leikjum. Hún hefur leikið einn landsleik fyrir u17 ára landsliðið.

Bergljót er 19 ára markvörður. Hún ere uppalin í Val en gekk til liðs við Fylki frá KR. Hún hefur spilað 46 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KH.

Fylkir féll úr Bestu deildinni síðasta sumar og spilar því í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner