Manchester United útilokar ekki að selja uppalda leikmenn á borð við Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho til að koma í veg fyrir að brjóta fjármálareglur. Frá þessu greinir David Ornstein hjá The Athletic.
Félagið er ekki að leitast eftir því að selja tvímenningana en sú staða er komin upp að félagið myndi taka tilboðum ef þau væru ásættanleg.
Þar sem þeir eru uppaldir hjá félaginu fær United hreinan hagnað ef þeir verða seldir. Þess vegna eru þeir ekki ósnertanlegir eins og margir aðrir leikmenn liðsins.
Marcus Rashford er einn þeirra en staðan hans er þó önnur þar sem félagið er að reyna allt til að losa sig við hann eftir að hann tjáði sig um áhuga á að prófa nýja áskorun.
Það komu fréttir af því í dag að Chelsea hefði áhuga á Mainoo sem er í samningaviðræðum við United en þær ganga illa. Mainoo er sagður áhyggjufullur af stöðu félagsins og þá er liðið að berjast í neðri hluta deildarinnar.
Athugasemdir