Everton er í viðræðum við Aston Villa um kaup á kantmanninum Jaden Philogene.
Frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.
Philogene er 22 ára gamall leikinn kantmaður sem ólst upp hjá Aston Villa en sló í gegn hjá Hull á síðustu leiktíð.
Hann var meðal annars orðaður við Barcelona síðasta sumar en valdi að ganga aftur í raðir Villa, uppeldisfélags síns. Kaupverðið var um 13 milljónir punda.
Philogene hefur komið við sögu í 15 leikjum á tímabilinu en hefur ekki verið í stóru hlutverki. Hann gæti því fært sig um set í janúar og hefur Everton mikinn áhuga.
Athugasemdir