Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton reynir að kaupa kantmann Aston Villa
Jaden Philogene.
Jaden Philogene.
Mynd: Getty Images
Everton er í viðræðum við Aston Villa um kaup á kantmanninum Jaden Philogene.

Frá þessu segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Philogene er 22 ára gamall leikinn kantmaður sem ólst upp hjá Aston Villa en sló í gegn hjá Hull á síðustu leiktíð.

Hann var meðal annars orðaður við Barcelona síðasta sumar en valdi að ganga aftur í raðir Villa, uppeldisfélags síns. Kaupverðið var um 13 milljónir punda.

Philogene hefur komið við sögu í 15 leikjum á tímabilinu en hefur ekki verið í stóru hlutverki. Hann gæti því fært sig um set í janúar og hefur Everton mikinn áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner