Tottenham hefur virkjað ákvæði um að framlengja samningi kóreska sóknarmannsins Son Heung-min og er hann nú bundinn félaginu til sumarsins 2026.
Þessi 32 ára leikmaður kom til Tottenham frá Bayer Leverkusen 2015 og hefur skorað 169 mörk í 431 leik fyrir félagið.
Hann var hluti af Tottenham liðinu sem komst í úrslit Meistaradeildarinnar 2019 og hjálpaði liðinu að enda í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Son hefur skorað fimm mörk og átt sex stoðsendingar í sautján leikjum í efstu deild en Tottenham er í tólfta sæti. Næsti leikur liðsins er fyrri undanúrslitaleikurinn gegn Liverpool í deildabikarnum á morgun, miðvikudag.
Athugasemdir