Jóhann Már Kristinsson sagði starfi sínu lausu hjá Dalvík/Reyni á dögunum en stjórnin var fljót að finna eftirmanninn.
Frriðjón Árni Sigurvinsson hefur tekið við af honum og hann mun því stýra liðinu í 2. deild næsta sumar.
Frriðjón Árni Sigurvinsson hefur tekið við af honum og hann mun því stýra liðinu í 2. deild næsta sumar.
Friðjón þekkir vel til á Dalvík en hann hefur verið þjálfari í yngriflokkum félagsins.
„Hann hefur störf í vikunni og hlökkum við mikið til samstarfsins við nýjan þjálfara. Við vitum að hann mun sinna þessu af mikilli ástríðu og af heilum hug," segir í tilkynningu frá félaginu.
Dalvík/Reynir endaði í 3. sæti í C úrslitum 2. deildar síðasta sumar.
Athugasemdir