Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 09:12
Elvar Geir Magnússon
West Ham að ná samkomulagi við Potter
Graham Potter er að snúa aftur.
Graham Potter er að snúa aftur.
Mynd: Getty Images
Guardian segir að West Ham sé að ná samkomulagi við Graham Potter og hafi samþykkt kröfur hans um tveggja og hálfs árs samning.

Julen Lopetegui verður væntanlega rekinn í dag en búið er að fresta fréttamannafundi sem átti að vera í dag, í aðdraganda bikarleiks gegn Aston Villa sem fram fer á föstudag.

Potter hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Chelsea í apríl 2023, eftir sjö mánuði við stjórnvölinn. Áður hafði hann gert frábæra hluti með Brighton.

Spánverjinn Lopetegui hefur aðeins stýrt West Ham í 20 deildarleikjum og tveimur deildabikarleikjum síðan hann tók við af David Moyes.

Sæti Lopetegui hefur verið heitt í langan tíma og stjórn West Ham ræddi einnig um stöðu hans fyrir áramót. West Ham er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti. Varnarleikur liðsins hefur verið eins og gatasigti.

Bak við tjöldin hefur verið mikil ólga. Það andar köldu milli Lopetegui og Tim Steidten sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Steidten hefur tekið þátt í viðræðunum við Potter.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner