Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 11:01
Elvar Geir Magnússon
Evanilson undir hnífinn
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur orðið fyrir áfalli en sóknarmaðurinn Evanilson hefur þurft að gangast undir aðgerð vegna beinbrots í fæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en ekki er sagt hversu lengi hann verður frá.

Brasilíumaðurinn fór af velli í 1-0 sigrinum gegn Everton þar sem hann fann fyrir óþægindum.

Evanilson er 25 ára og hefur skorað fimm mörk í nítján úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu. Hann kom frá Porto á síðasta ári.

Bournemouth er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner