Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 12:21
Elvar Geir Magnússon
Orðaður við íslenska landsliðsþjálfarastarfið en er með tilboð frá Molde
Per-Mathias Högmo.
Per-Mathias Högmo.
Mynd: Getty Images
Nettavisen segir að norska félagið Molde hafi boðið Per-Mathias Högmo að taka við liðinu. Högmo var nýlega nefndur í umræðunni um landsliðsþjálfarastarf Íslands.

„Per-Mathias er fær og spennandi þjálfari en félagið er að ræða við nokkra aðila. Það er ekkert klárt," sagði Ole Jakob Valla Strandhagen, íþróttastjóri Molde, við TV 2.

Erling Moe var rekinn frá Molde eftir að liðið hafnaði í fimmta sæti norsku deildarinnar.

Högmo er án starfs en hann var rekinn frá Urawa Red Diamonds í fyrra. Hann er norskur og stýrði áður Häcken, Fredrikstad, Djurgården, Tromsö, Rosenborg og norska landsliðinu.

Sænski miðillinn Fotbollskanalen sagði í desember að Högmo væri á blaði hjá KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara.

Enn er ekki ljóst hver tekur við íslenska landsliðinu. Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa rætt við KSÍ og þá hefur hinn sænski Janne Andersson einnig verið orðaður við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner