Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faðir Elon Musk segir son sinn vilja kaupa Liverpool
Elon Musk.
Elon Musk.
Mynd: Getty Images
Elon Musk, ríkasti maður í heimi, hefur áhuga á því að kaupa Liverpool að sögn föður hans.

Musk var áður orðaður við möguleg kaup á Manchester United, en faðir hans segir að Elon girnist Liverpool, erkifjendur United.

Musk er meðal annars eigandi Tesla og X (áður Twitter).

„Já, hann hefur áhuga á að kaupa Liverpool en það þýðir ekki endilega að það muni gerast. Augljóslega vill hann gera það," sagði Errol Musk, faðir Elon, í viðtali er hann var spurður út í áhuga sonar síns á Liverpool.

Musk á ættir að rekja til Liverpool en amma hans fæddist í borginni.

Liverpool er í dag í eigu Fenway Sports Group frá Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner