Heimild: Tipsbladet
Tipsbladet segir að mikill áhugi sé á Frey Alexanderssyni sem var látinn fara frá belgíska félaginu Kortrijk í desember.
Íslenski þjálfarinn hefur náð eftirtektarverðum árangri og hefur samkvæmt miðlinum bæði fundað með Molde og Brann. Norsku félögin eru í þjálfaraleit.
Íslenski þjálfarinn hefur náð eftirtektarverðum árangri og hefur samkvæmt miðlinum bæði fundað með Molde og Brann. Norsku félögin eru í þjálfaraleit.
Eins og greint hefur verið frá er Freyr einn af þremur sem KSÍ vill funda með um stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Þá hefur hann verið orðaður við danska liðið Bröndby.
Eins og við greindum frá fyrr í dag þá segir Nettavisen að norska Molde hafi boðið Per-Mathias Högmo að taka við liðinu. Högmo var einmitt nýlega nefndur í umræðunni um landsliðsþjálfarastarf Íslands.
Athugasemdir