Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Vorum með heppnina með okkur
Mynd: EPA
Newcastle er í góðum málum eftir 2-0 sigur á Arsenal á Emirates í fyrri leik liðanna í enska deildabikarnum.

Alexander Isak kom liðinu yfir í fyrri hálfleik en Anthony Gordon innsiglaði sigurinn með marki snemma í seinni hálfleik.

„Ég er mjög ánægður með leikmennina, þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur á margan hátt," sagði Howe.

Isak fór af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.

„Fyrri hálfleikur var rafmagnaður, mér fannst hann spila mjög vel. Hann skoraði en mér fannst hann eiga góðan leik heilt yfir. Hann fann eitthvað fyrri aftan í læri og við fyldumst vel með honum í seinni hálfleik, það hafði mikil áhrif á frammistöðu liðsins," sagði Howe.

Arsenal fékk svo sannarlega tækifæri til að skora en liðið var með rúmlega 3 í xG.

„Við vorum með heppnina með okkur á tímabili og Dubravka spilaði mjög vel og varði nokkrum sinnum vel. Við vorum með smáatriðin á hreinu í föstu leikatriðiunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner