Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha: Kannski best fyrir Olmo og Victor að fara
Mynd: Getty Images
Raphinha, fyrirliði Barcelona, telur að það sé best í stöðunni fyrir Dani Olmo og Pau Victor að yfirgefa félagið.

Þeir mega ekki spila fyrir liðið þar sem Barcelona má ekki skrá þá í hópinn vegna reglna í spænsku deildinni.

„Ég ég færi hjá öðru félagi og sæi stöðuna sem Pau og Dani eru í myndi ég mögulega hugsa hvort það væri nokkuð það besta að þeir væru hérna. Ég vissi hvernig staðan var á félaginu áður en ég kom og ég beið fram á síðustu stundu en ég sé ekki eftir neinu," sagði Raphinha en Barcelona hefur verið í fjárhagsvandræðum undanfarin ár.

„Sannleikurinn er sá að þetta er flókið mál. Aðeins þeir sem eru hluti af því geta sagt ykkur hvernig þeim líður og geta tekið ákvörðun um sína framtíð. Félagið segir okkur að þetta verði leyst eins fljóttog hægt er."
Athugasemdir
banner
banner
banner