Wayne Rooney er aftur atvinnulaus eftir að hafa verið rekinn frá Plymouth.
Rooney er einhver besti fótboltamaður í sögu Englands en stjóraferill hans hefur ekki verið ýkja merkilegur hingað til.
Rooney er einhver besti fótboltamaður í sögu Englands en stjóraferill hans hefur ekki verið ýkja merkilegur hingað til.
Teddy Sheringham, fyrrum sóknarmaður Manchester United, væri til í að sjá Rooney í þjálfarahlutverki hjá sínu gamla félagi. Rooney er einhver besti fótboltamaður í sögu United.
„Væri Wayne Rooney góður í því að þjálfa sóknarmenn? Engin spurning," segir Sheringham.
Hann væri til í að sjá Rooney vinna með danska sóknarmanninum Rasmus Höjlund.
„Gæti hann hjálpað Höjlund? Að sjálfsögðu. Hann spilaði meira en hundrað landsleiki fyrir þjóð sína og skoraði fjölda marka á hæsta stigi. Þú myndir hlusta á það sem hann væri að segja við þig."
Athugasemdir