Í gær var greint frá því að brasilíski sóknarmaðurinn Evanilson hjá Bournemouth hafi þurft að gangast undir aðgerð vegna beinbrots í fæti.
Í dag tilkynnti svo félagið að annar sóknarmaður liðsins, tyrkneski landsliðsmaðurinn Enes Unal, myndi ekki spila meira á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné á æfingu liðsins.
Unal er 27 ára og kom til Bournemouth fyrir ári síðan. Hann gerði fjögurra ára samning við félagið síðasta sumar. Hann hefur spilað sautján leiki á þessu tímabili og skoraði tvö mörk.
Bournemouth hefur verið að gera góða hluti á tímabilinu og er í sjöunda sæti deildarinnar en það er þungt högg fyrir félagið að missa tvo lykilmenn í sóknarleiknum á meiðslalistann.
Í dag tilkynnti svo félagið að annar sóknarmaður liðsins, tyrkneski landsliðsmaðurinn Enes Unal, myndi ekki spila meira á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné á æfingu liðsins.
Unal er 27 ára og kom til Bournemouth fyrir ári síðan. Hann gerði fjögurra ára samning við félagið síðasta sumar. Hann hefur spilað sautján leiki á þessu tímabili og skoraði tvö mörk.
Bournemouth hefur verið að gera góða hluti á tímabilinu og er í sjöunda sæti deildarinnar en það er þungt högg fyrir félagið að missa tvo lykilmenn í sóknarleiknum á meiðslalistann.
We are devastated to confirm that Enes Ünal has suffered a tear to his right anterior cruciate ligament during a training session this week.
— AFC Bournemouth ???? (@afcbournemouth) January 8, 2025
We are all behind Enes and the club's medical and performance staff will support him in every way possible.
Athugasemdir