Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 14:26
Elvar Geir Magnússon
Fleiri áföll dynja yfir Bournemouth
Enes Unal spilar ekki meira á tímabilinu.
Enes Unal spilar ekki meira á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Í gær var greint frá því að brasilíski sóknarmaðurinn Evanilson hjá Bournemouth hafi þurft að gangast undir aðgerð vegna beinbrots í fæti.

Í dag tilkynnti svo félagið að annar sóknarmaður liðsins, tyrkneski landsliðsmaðurinn Enes Unal, myndi ekki spila meira á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné á æfingu liðsins.

Unal er 27 ára og kom til Bournemouth fyrir ári síðan. Hann gerði fjögurra ára samning við félagið síðasta sumar. Hann hefur spilað sautján leiki á þessu tímabili og skoraði tvö mörk.

Bournemouth hefur verið að gera góða hluti á tímabilinu og er í sjöunda sæti deildarinnar en það er þungt högg fyrir félagið að missa tvo lykilmenn í sóknarleiknum á meiðslalistann.


Athugasemdir
banner
banner
banner