Nico Williams, kantmaður Athletic Bilbao, er á mörgum óskalistum. Barcelona hefur reynt að fá hann undanfarin ár og þá er Arsenal meðal félaga sem vilja fá hann. Einnig hefur hann verið orðaður við Liverpool og Chelsea.
Þessi 22 ára spænski landsliðsmaður er hinsvegar sagður með hugann algjörlega við yfirstandandi tímabil og hefur engan áhuga á að færa sig um set núna í janúarglugganum.
Þessi 22 ára spænski landsliðsmaður er hinsvegar sagður með hugann algjörlega við yfirstandandi tímabil og hefur engan áhuga á að færa sig um set núna í janúarglugganum.
Williams hefur sýnt Athletic hollustu sína og hafnaði Barcelona eftir að hafa hjálpað Spáni að vinna EM síðasta sumar.
Bilbæingar ætla sér að komast í Meistaradeildarsæti og setja stefnuna á úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Hann er sagður með 60 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum en Relevo fullyrðir að hann muni hafna öllum tilboðum í janúar. Það er hinsvegar alveg ljóst að mörg félög munu reyna við hann næsta sumar.
Athugasemdir