Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 14:12
Elvar Geir Magnússon
Aron Kristófer til HK (Staðfest)
Lengjudeildin
Aron Kristófer og ungur aðdáandi.
Aron Kristófer og ungur aðdáandi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bakvörðurinn Aron Kristófer Lárusson hefur skipt yfir Í HK. Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni í fyrra en Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun þess að tímabilinu loknu.

Aron var keyptur til Þórsara frá KR í sumarglugganum síðasta og skrifaði undir samning. Hann lék sjö leiki með liðinu í Lengjudeildinni seinni hluta tímabilsins en rifti samningi að því loknu.

Aron er 26 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Þór en hefur einnig spilað með Völsungi, ÍA og KR á sínum ferli.

Aron lék níu leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra en samningur hans við HK er til þriggja ára, út tímabilið 2027.
Athugasemdir
banner
banner
banner