Bakvörðurinn Aron Kristófer Lárusson hefur skipt yfir Í HK. Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni í fyrra en Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun þess að tímabilinu loknu.
Aron var keyptur til Þórsara frá KR í sumarglugganum síðasta og skrifaði undir samning. Hann lék sjö leiki með liðinu í Lengjudeildinni seinni hluta tímabilsins en rifti samningi að því loknu.
Aron er 26 ára vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Þór en hefur einnig spilað með Völsungi, ÍA og KR á sínum ferli.
Aron lék níu leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra en samningur hans við HK er til þriggja ára, út tímabilið 2027.
Athugasemdir