Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   lau 07. nóvember 2020 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís orðin leikmaður Keflavíkur: Óljóst hvað ég geri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar.

Sveindís var valin best í deildinni en hún skoraði 14 mörk fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks og lagði upp mörg mörk til viðbótar.

Hin 19 ára gamla Sveindís kom til Breiðabliks á láni frá Keflavík síðastliðinn vetur. Hún er núna orðin aftur leikmaður Keflavíkur en hún ræddi um framtíð sína í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport.

„Ég var að láni frá Keflavík þannig að ég er orðin leikmaður Keflavíkur núna. En það er bara alveg óljóst hvað ég geri; hvort ég verði í Keflavík á næsta ári, fari í Kópavoginn eða þá út. Ég er bara ekki alveg búin að ákveða það," sagði Sveindís.

„Það eru margir möguleikar. Þetta er allt opið ennþá, ég hef margt að velja úr og það er bara mjög gaman, en það getur verið svolítið erfitt að velja," sagði Sveindís sem hefur byrjað síðustu þrjá A-landsleiki Íslands.

Hún sagði einnig í þættinum: „Mig langar að verða atvinnumaður, fara út og spila með þeim bestu, komast í besta lið í heimi og gera vel. En ég veit ekki hvað ég geri akkúrat núna. Skammtímamarkmiðið er að gera vel með landsliðinu í næstu leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner