Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 08. maí 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefur ekki æft með okkur að neinu ráði frá því í febrúar"
Stefán Árni Geirsson.
Stefán Árni Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson hefur ekkert komið við sögu með KR á þessu ári vegna meiðsla.

Hann var áfram utan hópsins þegar KR tapaði 5-0 gegn nágrönnum sínum í Val í gærkvöldi.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í stöðuna á Stefáni eftir leikinn í gær.

„Það hefur verið mjög erfitt að henda reiður á það. Hann er enn frá og hefur ekki æft með okkur að neinu ráði frá því í febrúar," sagði Rúnar en Stefán Árni tognaði í janúar og hefur verið frá síðan. Meiðslin eru enn að hrjá hann en hann hefur meðal annars farið í sprautumeðferð vegna þeirra.

„Þó hann hafi komið og prófað að vera með þá hefur hann alltaf fallið til baka. Það er sama með Grétar, hann er frá. Það er ekki gott að vera án þeirra. Við erum smá laskaðir og það hjálpar ekki heldur," sagði Rúnar.

Stefán er 22 ára framsækinn miðjumaður/kantmaður sem hefur skorað sex mörk í 52 leikjum fyrir KR í efstu deild. Hann á að baki fjórtán leiki fyrir yngri landsliðin, þar af fjóra fyrir U21. Á síðasta tímabili skoraði hann þrjú mörk í sautján deildarleikjum.
Rúnar um stöðu sína: Ekki mitt að taka ákvarðanir í þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner