Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   mán 09. mars 2020 09:30
Fótbolti.net
Betsy Hassett á leið í Stjörnuna
Betsy fer frá KR í Stjörnuna
Betsy fer frá KR í Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett sem leikið hefur með KR undanfarin þrjú sumur er á leið í Stjörnuna. Þetta kom fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Heimavallarins.

„Henni líður mjög vel á Íslandi og það var ekkert fararsnið á henni héðan. Ég held að hún eigi eftir að fitta mjög vel inn í þetta Stjörnulið, þó mér finnist mjög leitt að missa hana,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, gestur þáttarins og fyrrum liðsfélagi Betsy hjá KR.

Betsy hefur verið gríðarlega öflug með KR-liðinu undanfarin ár og er þaulreynd landsliðskona. Hún hefur keppt á þremur Heimsmeistaramótum með Nýja Sjálandi og var valin landsliðskona ársins á síðasta ári. Það er því um mikinn liðsstyrk að ræða fyrir Garðbæinga.

„Ég held að hún eigi eftir að gefa þeim mikið. Hún er mjög reyndur leikmaður og það er mikið af ungum leikmönnum í Stjörnunni, þetta er unglingaher. Þar er eflaust horft til þess að hún dragi vagninn á miðjunni hjá þeim,“ bætti Lilja Dögg við og Mist Rúnarsdóttir tók undir:

„Það hlýtur að vera. Þetta er það stórt nafn og stórt signing. Hún var að tala við fullt af liðum en Stjarnan er greinilega að setja mikinn metnað og örugglega einhvern monnís í að fá hana til sín. Það verða kröfur.“

Nánar er rætt um leikmannamál Stjörnunnar á Heimavellinum en Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, er til að mynda orðuð við liðið.
Heimavöllurinn - Varnarsinnuð vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner