Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 09. maí 2023 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl 
Kjartan feginn að vera ekki í veseninu hjá KR
Markinu í gær fagnað.
Markinu í gær fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Henry Finnbogason gekk í raðir FH í vetur eftir eftirminnilegan viðskilnað við KR á síðasta ári. Kjartan er vinsæll meðal stuðningsmanna KR, hafði þar til á þessu ári allan sinn feril á Íslandi leikið með liðinu og hafa stuðningsmenn verið duglegir að syngja um hann á leikjum í sumar.

Þeir héldu því áfram í tapleiknum gegn Val á sunnudag, sakna síns manns greinilega.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Keflavík

Kjartan skoraði annað mark FH í 2-1 sigri gegn Keflavík í gær og er hann kominn með fjögur mörk á tímabilinu, marki meira en allt KR liðið í heild sinni.

Kjartan var til viðtals á mbl.is eftir leikinn í gær. Hann var spurður út í söngva stuðningsmanna KR.

„Ég sá þetta og þykir vænt um að það sé ekki strax búið að gleyma manni. Það skipt­ir kannski meira máli fyr­ir börn­in mín og konu en við erum ein­mitt bú­sett í Vest­ur­bæn­um. Nú er ég samt bara með full­an fókus á FH og er feg­inn að vera ekki í vesen­inu sem er í gangi hjá KR núna. Nú finnst mér skemmti­legra að stuðnings­menn FH séu ánægðir með mig og er mjög þakk­látt­ur fyr­ir mót­tök­urn­ar síðan ég kom yfir því það er ör­ugg­lega ekk­ert auðvelt að bjóða ein­hvern vel­kom­inn sem þú hef­ur hatað í mörg ár. Það hef­ur verið mjög vel tekið á móti mér," sagði Kjartan.

KR er í 10. sæti með fjögur stig eftir sex leiki og hefur tapað fjórum leikjum í röð.
Innkastið - Haltrandi í humátt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner