Heimild: mbl
Kjartan Henry Finnbogason gekk í raðir FH í vetur eftir eftirminnilegan viðskilnað við KR á síðasta ári. Kjartan er vinsæll meðal stuðningsmanna KR, hafði þar til á þessu ári allan sinn feril á Íslandi leikið með liðinu og hafa stuðningsmenn verið duglegir að syngja um hann á leikjum í sumar.
Þeir héldu því áfram í tapleiknum gegn Val á sunnudag, sakna síns manns greinilega.
Þeir héldu því áfram í tapleiknum gegn Val á sunnudag, sakna síns manns greinilega.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Keflavík
Kjartan skoraði annað mark FH í 2-1 sigri gegn Keflavík í gær og er hann kominn með fjögur mörk á tímabilinu, marki meira en allt KR liðið í heild sinni.
Kjartan var til viðtals á mbl.is eftir leikinn í gær. Hann var spurður út í söngva stuðningsmanna KR.
„Ég sá þetta og þykir vænt um að það sé ekki strax búið að gleyma manni. Það skiptir kannski meira máli fyrir börnin mín og konu en við erum einmitt búsett í Vesturbænum. Nú er ég samt bara með fullan fókus á FH og er feginn að vera ekki í veseninu sem er í gangi hjá KR núna. Nú finnst mér skemmtilegra að stuðningsmenn FH séu ánægðir með mig og er mjög þakkláttur fyrir móttökurnar síðan ég kom yfir því það er örugglega ekkert auðvelt að bjóða einhvern velkominn sem þú hefur hatað í mörg ár. Það hefur verið mjög vel tekið á móti mér," sagði Kjartan.
KR er í 10. sæti með fjögur stig eftir sex leiki og hefur tapað fjórum leikjum í röð.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir