Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 09. maí 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurfum að spila miklu, miklu, miklu, miklu betur"
Þurfa að kafa djúpt
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann 1-2 útisigur gegn Fylki í sjöttu umferð Bestu deildar karla í gær. Sigurmarkið kom eftir hornspyrnu seint í leiknum, eitthvað sem Blikar þekkja ágætlega á Würth vellinum.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðuna í leiknum.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

Sjá einnig:
Veldu einn þátt leiksins og við vorum ekki góðir í honum

„Ég hef áður sagt það, við reynum að horfa á frammistöðuna umfram úrslitin. Úrslitin eru eitthvað sem við höfum oft á tíðum ekki stjórn á, stundum gerast hlutir sem þú ræður ekkert við. Frammistaðan var ekki nógu góð og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Við þurfum að kafa djúpt og finna orkuna, kraftinn og viljann. Finna rétta hugarfarið."

KR er næsti andstæðingur Breiðabliks. „Það er alveg pottþétt, við þurfum að spila töluvert betur í kvöld. Við þurfum að spila töluvert betur heldur en við gerðum í kvöld. Við mætum særðu KR liði sem mun gefa allt sem þeir eiga. Við þurfum að spila miklu, miklu, miklu, miklu betur en við gerðum í dag."

Óskar sagði þá að Andri Rafn Yeoman, sem var ekki með í leiknum í gær, yrði klár í leikinn á laugardag þegar Breiðablik heimsækir KR. Breiðablik hefur unnið síðustu þrjá leiki sína en KR hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum.
Óskar Hrafn ósáttur: Veldu einn þátt leiksins og við vorum ekki góðir í honum
Innkastið - Haltrandi í humátt
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner