Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 09. september 2015 11:36
Hafliði Breiðfjörð
Þórður ekki meira með Fjölni vegna agabrots
Þórður Ingason hefur verið settur í agabann hjá Fjölni út tímabilið.
Þórður Ingason hefur verið settur í agabann hjá Fjölni út tímabilið.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Þórður Ingason markvörður Fjölnis verður ekki meira með Fjölni á tímabilinu eftir að hafa brotið agareglur hjá félaginu. Óvíst er með framhaldið hjá honum eftir það en hann er samningslaus eftir tímabilið.

Þetta staðfesti Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis við Fótbolta.net í dag.

„Hann er kominn í leyfi og verður ekki meira með á tímabilinu," sagði Ágúst við Fótbolta.net.

„Hann lenti í agabroti og við tækluðum það þannig að hann sé kominn í leyfi og er að vinna í sínum málum," sagði Ágúst.

Hann sagði alveg óljóst hvort Þórður verði áfram hjá félaginu eftir að tímabilinu lýkur en hann fái þó tækifæri til að vinna í sínum málum.

„Hann er frábær markvörður og frábær vinur allra leikmanna en við settum þetta leyfi á hann útaf agabrotinu og svo sjáum við til."

„Hann er Fjölnismaður og hefur tækifæri til að hreinsa sín mál. Hann var besti leikmaðurinn í fyrra kosinn af leikmönnum og okkur og er flottur strákur."


Steinar Örn Gunnarsson verður aðalmarkvörður liðsins út tímabilið og Jökull Blængsson markvörður 2. flokks mun verða á bekknum. Þá er markmannsþjálfarinn Gunnar Sigurðsson skráður hjá félaginu og var varamarkvörður gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

„Ástæðan fyrir því að Gunni var á bekknum var að 2. flokkur var að spila á Akureyri á sama degi og Jökull fór þangað. Gunni leysti það mjög vel," sagði Ágúst að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner