Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 10. mars 2020 15:56
Elvar Geir Magnússon
Djurgarden sagt hafa áhuga á að fá Kára Árnason
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænsku meistararnir í Djurgarden eru í leit að miðverði eftir að Marcus Danielson var seldur til kínverska félagsins Dalian.

Fotbollskanalen í Svíþjóð segir að Djurgarden hafi áhuga á að fá landsliðsmanninn Kára Árnason.

Félagið er sagt vera að skoða möguleika á að fá Kára á stuttan samning til sumarsins.

Kári er 37 ára og er lykilmaður hjá Víkingi og íslenska landsliðinu.

Bo Andersson, íþróttastjóri Djurgarden, viðurkennir að hafa spjallað við Kára á dögunum en vill ekki gefa upp um innihald símtalsins.

Kári sjálfur segist ekkert hafa heyrt af áhuga Djurgarden og segist ekki vera að hugsa um endurkomu til Svíþjóðar.

„Það er ekki eitthvað sem ég er að hugsa um. Ég spila á Íslandi núna og nýt þess og er enn að spila með landsliðinu. Mér finnst ég enn eiga nokkur ár eftir," segir Kári.

Kári hóf atvinnumannaferil sinn hjá Djurgarden og varð sænskur meistari og bikarmeistari með liðinu 2005. Bo Andersson var þá líka íþróttastjóri félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner