Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   lau 11. febrúar 2023 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar að styrkja sig enn frekar
Alexander Helgi.
Alexander Helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Helgi Sigurðarson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið heim í Breiðablik. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem nú er í gangi á X977. Alexander æfði með Blikum á dögunum og er á leið heim frá Svíþjóð.

Hann lék síðast með Blikum tímabilið 2021, var þá lykilmaður, en fór í kjölfarið í nám í Svíþjóð og lék með Vasalund í þriðju efstu deild.

Alexander ætlar sér að taka hlé frá námi og verður með Blikum í Bestu deildinni í sumar.

Hann er 26 ára djúpur miðjumaður sem hefur spilað með Breiðabliki allan sinn feril á Íslandi, ef frá er talin seinni hluti tímabilsins 2016 og fyrri hluti tímabilsins 2018. Sautján ára gamall fór hann í akademíuna hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar og var þar í þrjú tímabil. Hann lék þá á sínum tíma átján leiki fyrir yngri landsliðin.

Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra og fer í forkeppni Meistaradeildarinnar í sumar.

Í gær var greint frá því að Oliver Stefánsson hefði gert samkomulag við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins.

Komnir
Alex Freyr Elísson frá Fram
Arnór Sveinn Aðalsteinsson frá KR
Ágúst Eðvald Hlynsson frá Horsens (var á láni hjá Val)
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Malmö
Eyþór Aron Wöhler frá ÍA
Klæmint Olsen á láni frá NSÍ Runavík
Patrik Johannesen frá Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson frá HK (var á láni hjá HK)

Farnir
Dagur Dan Þórhallsson til Orlando
Elfar Freyr Helgason í Val
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg
Mikkel Qvist
Sölvi Snær Guðbjargarson í frí
Omar Sowe til Leiknis (var á láni frá NY Red Bulls)
Adam Örn Arnarson í Fram (var á láni hjá Leikni)
Benedikt Warén í Vestra (var á láni hjá ÍA)
Athugasemdir
banner
banner