
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er einn af þeim sem sjá um leikgreiningu fyrir íslenska landsliðið á EM í Frakklandi.
„Ég er að reyna að aðstoða þjálfarateymið eins og ég get að njósna um andstæðinganna. Bæði andstæðinga sem við gætum mætt seinna í keppninni og andstæðingum í undankeppni HM sem hefst í september," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.
„Ég er að reyna að aðstoða þjálfarateymið eins og ég get að njósna um andstæðinganna. Bæði andstæðinga sem við gætum mætt seinna í keppninni og andstæðingum í undankeppni HM sem hefst í september," sagði Freyr við Fótbolta.net í dag.
Freyr hélt til Frakklands í gær en hann steingleymdi miðunum á leikina sem hann er að fara á.
Fótbolti.net kom til bjargar en ofanritaður tók miðana með til Frakklands og kom þeim á Frey í dag.
Freyr getur því hafið störf á morgun þegar hann fer á leik Tyrklands og Króatíu. Bæði lið eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM sem hefst í haust.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir