Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 11. júní 2023 22:30
Elvar Geir Magnússon
„Alltof góður til að vera hérna lengur“
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Félög í Skandinavíu eru sögð hafa augastað á Loga Tómassyni, leikmanni Víkings, og sögusagnir um að sænskt félag hafi lagt inn tilboð í hann.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður að því hvort það væri komið tilboð í Loga?

„Nei, ég hef ekki heyrt það. Ég þarf að ræða þetta betur við Kára (Árnason, yfirmann fótboltamála). Þetta kemur ekkert á óvart. Hann hefur verið topp 3-4 leikmenn í deildinni í sumar," segir Arnar.

„Hann á skilið að fara út en vonandi stöndum við í lappirnar og látum hann fara í haust, eins og Blikarnir gerðu með Ísak. Að hann klári tímabilið með okkur og við sjáum hversu langt við getum farið í deild, bikar og Evrópu."

„Hann er að fara út pottþétt, hann er alltof góður til að vera hérna lengur. En haustið væri fullkominn tími," segir Arnar sem telur að Logi sé farinn að banka á landsliðsdyr.

„Með þessa holningu, þessa vinstri löpp og áræðni þá er hann klárlega mjög góður kostur fyrir okkar landslið."


Arnar Gunnlaugs: Þurfum að hafa augun opin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner