Fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun eftir landsleikjahlé.
Karitas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, spáir í leiki umferðarinnar. Karitas lék í vörn Breiðabliks sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær.
Mist Edvardsdóttir spáði í leiki 3. umferðar og var með fimm leiki rétta. Svona spáir Karitas leikjunum um helgina:
Karitas Tómasdóttir, leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, spáir í leiki umferðarinnar. Karitas lék í vörn Breiðabliks sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær.
Mist Edvardsdóttir spáði í leiki 3. umferðar og var með fimm leiki rétta. Svona spáir Karitas leikjunum um helgina:
Crystal Palace 0 - 1 Tottenham
Tottenham verður án mannskaps eftir þetta landsleikjahlé en ég held að Harry Kane skori úr víti, verður mjög leiðinlegur leikur
Arsenal 1 - 1 Norwich
Botnliðin mætast, bæði með 0 stig og -9. Arsenal skorar fyrsta markið þeirra á leiktíðinni þótt að Xhaka verði ekki með. Auba skorar fyrir Arsenal og Pukki fyrir Norwich
Leicester 1 - 3 Manchester City
City búið að gera vel eftir erfitt tap á móti Tottenham í fyrsta leik. Tielemans skorar fyrir Leicester. Torres heldur áfram að skora fyrir City og verður með þrennu. Stóra spurningin er með markmanns mál hjá City, verður áhugavert að sjá hver verður á milli stanganna.
Brentford 0 - 1 Brighton
Verður erfitt fyrir Brighton að komast í gegnum sterka vörn Brentford en skora í uppbótatíma með marki frá Trossard
Manchester United 3 - 0 Newcastle
Kóngurinn er mættur á Old Trafford, menn eru stressaðir að missa sætið sitt fyrir honum og þurfa því að sýna sig. Greenwood heldur áfram að skora og verður með tvennu í þessum leik og Fernandes með eitt, Pogba verður með allar stoðsendingarnar.
Southampton 0 - 2 West Ham
Antonio heldur áfram að vera geggjaður og skorar tvö mörk, eini sem mun skora fyrir þetta West Ham lið í vetur. Southampton menn gefa alltaf leik og pakkar í vörn en þegar West Ham er með Antonio þá stoppar þá ekkert.
Watford 0 - 0 Wolves
Verður hundleiðinlegur leikur, hvorug lið búin að vera góð á þessu tímabili þótt maður hafði miklar væntingar til Wolves. Traoré mun klúðra um það bil þremur dauðafærum.
Chelsea 3 - 0 Aston Villa
Ef Lukaku verður orðinn góður þá mun vörn Aston Villa ekkert ráða við hann, hann verður með tvennu og Mount með eitt mark. Brottför Grealish fór illa með Aston Villa, fyrsti leikurinn þeirra á tímabilinu á móti stórliði verður erfiður fyrir þá og þeir fara heim með núll stig í pokanum.
Leeds 1 - 2 Liverpool
Leeds er skemmtilegt lið til að fylgjast með en hafa ekki náð nógu góðum úrslitum í fyrstu umferðunum. Bamford skorar, sjálfstraustið er himinhátt hjá honum núna eftir að hafa verið valinn í enska landsliðið. Alexander Arnold skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool og Salah heldur áfram að skora.
Everton 2 - 2 Burnley
Calvert-Lewin og Coleman skora fyrir Everton á meðan Wood kemur með fyrra mark Burnley og McNeil skorar seinna sem verður mark tímabilsins.
Fyrri spámenn:
Mist Edvards - 5 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 23 | 17 | 5 | 1 | 56 | 21 | +35 | 56 |
2 | Arsenal | 24 | 14 | 8 | 2 | 49 | 22 | +27 | 50 |
3 | Nott. Forest | 24 | 14 | 5 | 5 | 40 | 27 | +13 | 47 |
4 | Man City | 24 | 12 | 5 | 7 | 48 | 35 | +13 | 41 |
5 | Newcastle | 24 | 12 | 5 | 7 | 42 | 29 | +13 | 41 |
6 | Chelsea | 23 | 11 | 7 | 5 | 45 | 30 | +15 | 40 |
7 | Bournemouth | 24 | 11 | 7 | 6 | 41 | 28 | +13 | 40 |
8 | Aston Villa | 24 | 10 | 7 | 7 | 34 | 37 | -3 | 37 |
9 | Fulham | 24 | 9 | 9 | 6 | 36 | 32 | +4 | 36 |
10 | Brighton | 24 | 8 | 10 | 6 | 35 | 38 | -3 | 34 |
11 | Brentford | 24 | 9 | 4 | 11 | 42 | 42 | 0 | 31 |
12 | Crystal Palace | 24 | 7 | 9 | 8 | 28 | 30 | -2 | 30 |
13 | Man Utd | 24 | 8 | 5 | 11 | 28 | 34 | -6 | 29 |
14 | Tottenham | 24 | 8 | 3 | 13 | 48 | 37 | +11 | 27 |
15 | West Ham | 23 | 7 | 6 | 10 | 28 | 44 | -16 | 27 |
16 | Everton | 23 | 6 | 8 | 9 | 23 | 28 | -5 | 26 |
17 | Wolves | 24 | 5 | 4 | 15 | 34 | 52 | -18 | 19 |
18 | Leicester | 24 | 4 | 5 | 15 | 25 | 53 | -28 | 17 |
19 | Ipswich Town | 24 | 3 | 7 | 14 | 22 | 49 | -27 | 16 |
20 | Southampton | 24 | 2 | 3 | 19 | 18 | 54 | -36 | 9 |
Athugasemdir