Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 12. mars 2019 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Davíð Kristján: Hlutverk mitt er að finna Hólmbert á fjær
Davíð Kristján gekk í raðir Álasund eftir síðasta tímabil.
Davíð Kristján gekk í raðir Álasund eftir síðasta tímabil.
Mynd: Álasund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn, Davíð Kristján Ólafsson gekk í raðir Álasund í norsku 1. deildinni frá Breiðablik eftir síðasta tímabil.

Í dag eru því fjórir Íslendingar í Álasund því auk Davíðs eru þeir Hólmbert Aron Friðjónsson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson.

Býr hjá Hólmberti
„Fyrsti mánuðurinn er búinn að vera mjög fínn. Það eru fullt af hlutum sem ég áttaði mig ekki alveg á í byrjun sem maður þarf að græja þegar maður flytur í nýtt land. Íslensku strákarnir eru samt búnir að hjálpa mér mikið og ég mjög þakklátur fyrir það," sagði Davíð Kristján sem viðurkennir að það hjálpi mikið að hafa Íslendinga með sér í liðinu fyrstu mánuðina.

„Það er virkilega þægilegt að hafa þá að. Sérstaklega því ég þekki ekki neitt á svæðinu og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Hólmbert bauð mér líka að búa hjá sér þangað til að ég finn mér íbúð í staðinn fyrir að vera á hóteli sem hefði getað orðið mjög þreytt til lengdar. Ég kann virkilega að meta það og hann er búinn að tríta mig eins og prins frá því að ég kom."

Hann segir íslensku leikmennina vera duglega að halda hópinn utan æfinga.

Ég er í rauninni allan daginn með Hólmberti því ég bý inni á honum eins og staðan er í dag. Aron býr rétt hjá Hólmberti þannig við erum alltaf velkomnir til hans. Daníel og Ásdís kærastan hans eru með barn þannig skiljanlega er hann að sinna aðeins stærri málum en við hinir. Þeir eru samt duglegir að plana hittinga sem er virkilega gaman og við náum allir mjög vel saman."

„Í klefanum tölum við bara íslensku við hvorn annan. Maður fær að heyra það reglulega frá hinum strákunum að hætta tala íslensku þar sem að þetta sé hrikalegt tungumál en það er í flestum tilvikum bara í gríni," sagði Davíð sem segist vera ánægður með sín fyrstu kynni við nýja félagið.

„Það kom mér mikið á óvart hvað það starfa margir hjá félaginu og hvað þetta er stórt félag. Völlurinn er virkilega flottur og það er geggjað gervigras á honum. Þeir eru síðan líka með innanhús æfingasvæði sem er risa stórt," sagði Davíð sem segir gæðin á æfingum vera mjög góð.

„Liðið æfir miklu meira en ég er vanur heima og þessir strákar geta hlaupið endalaust þannig að það er ákveðið sjokk líkamlega. Þjálfararnir eru með krefjandi æfingar og mikið lagt upp með að allir viti nákvæmlega sitt hlutverk á vellinum. Þeir spila 3-5-2 kerfi sem að ég er ennþá að læra mikið inn á þó svo að ég hafi smá reynslu á því kerfi í Breiðablik," sagði bakvörðurinn úr Kópavoginum.

Álasund á heima í efstu deild
Hann segir að markmið félagsins sé einfalt.

„Við stefnum á að fara beint upp. Félagið var hársbreidd frá því í fyrra og þegar maður talar við fólk í kringum liðið þá var það mikið högg að ná því ekki. Mér heyrist á flestum að Álasund eigi heima í efstu deild."

Eftir tímabilið með Breiðabliki síðasta sumar fór hann út til Noregs og æfði með Álasund.

„Ég vildi prófa eitthvað nýtt og bæta minn leik. Aron, Daníel og Hólmbert töluðu allir vel um félagið og lífið í Álasund. Það heillaði mig líka hvað þeir æfa mikið. Önnur ástæða var að mig langaði að flytja út, ekki bara til þess að þroskast og bæta mig sem knattspyrnumaður, heldur líka sem einstaklingur. Mikill mömmu strákur í mér þannig ég hef bara gott að því," sagði Davíð Kristján sem segir hlutverk hans hjá liðinu ekki vera flókið.

„Finna Hólmbert á fjær og þá eru allir sáttir," sagði bakvörðurinn að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner