Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 14:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullvissaði Arnar um að hann yrði klár - „Gríðarlegur styrkur að fá hann aftur"
Icelandair
Albert er mættur aftur í landsliðið.
Albert er mættur aftur í landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði mark um síðustu helgi.
Skoraði mark um síðustu helgi.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er mættur aftur í landsliðshópinn eftir árs fjarveru. Hann meiddist í síðasta mánuði og þá var útlitið fyrir komandi landsleiki ekki bjart. Hann er hins vegar byrjaður að spila aftur.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, var spurður út í endurkomu Alberts.

„Það er bara frábært að hann sé kominn aftur, hann átti góðan leik síðast. Ég hafði áhyggjur af þessu þegar ég sá hann fara meiddan út af í síðasta mánuði. Hann fullvissaði mig um að hann yrði klár og varð orðinn klár fyrr en við héldum. Hann er búinn að ná góðum mínútum og það er hörkuleikur á morgun á móti Sverri Inga og félögum í Panathinaikos," sagði Arnar.

„Núna taka við smá óþægilegir dagar, nagandi neglur, nokkrir leikmenn eiga eftir Evrópuleiki og svo er heil helgi framundan. Við bíðum og sjáum en auðvitað er gríðarlegur styrkur að fá Albert aftur inn í hópinn," sagði Arnar.

Landsliðið kemur saman eftir leiki helgarinnar og undirbýr sig fyrir fyrri leikinn gegn Kósovó í Murcia. Leikurinn sjálfur fer fram í Kósovó en leikmenn og starfslið kemur fyrst saman á Spáni.
Fréttamannafundur Arnars í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner