Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   mán 12. júní 2023 15:29
Innkastið
Aron Þrándar á leið heim í Víking?
Í landsliðsverkefni í mars.
Í landsliðsverkefni í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingurinn Aron Elís Þrándarson hefur yfirgefið OB í Danmörku þar sem samningur hans við félagið er á enda. Hann var í vetur orðaður við endurkomu til Víkings og hann var einnig orðaður við Brann í janúarglugganum.

Hann er 28 ára miðjumaður sem fór frá Víkingi til Álasunds eftir tímabilið 2014 og fór svo til OB fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Sögur hafa heyrst að Víkingur sé að reyna fá Aron aftur heim og kom Sæbjörn Steinke inn á það í Innkastinu. „Háværustu sögurnar eru á þá leið að Aron komi heim," sagði Sæbjörn.

Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ræddi um mögulega styrkingu í viðtali eftir sigurinn gegn Fram í gær.

„Við þurfum að hafa augun opin, það er svo mikið að spila upp á og svo kemur Evrópukeppnin. Við þurfum að skoða hvort það séu leikmenn fáanlegir sem geta styrkt okkur. Þetta þarf þá að vera mjög öflugur leikmaður," sagði Arnar við Fótbolta.net.

Félagaskiptaglugginn í Bestu deildinni opnar 18. júlí.

Sjá einnig:
Ef hann kemur heim þá kemur ekki til greina að hann fari eitthvert annað en í Víking
Innkastið - Fær eitthvað stöðvað Víking?
Athugasemdir
banner
banner
banner