
Pedro Ponte, blaðamaður frá Portúgal spjallaði við Fótbolta.net í dag.
Hann segir leikinn gegn Íslendingum vera erfiðan og Portúgalir gera sér grein fyrir að Ísland er með gott lið.
Hann segir leikinn gegn Íslendingum vera erfiðan og Portúgalir gera sér grein fyrir að Ísland er með gott lið.
„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir Portúgal. Þeir vita hvað íslenska liðið getur og þeir vita hvað sóknin hjá Íslandi er góð en Portúgal er með Cristiano Ronaldo og þeim finnst þeir vera líklegri"
Hann segir fólkið heima í Portúgal ekki búast við auðveldum leik.
„Þeir halda ekki að þetta verði léttur leikur, þeir vita að Ísland vann Holland en ef Ronaldo er í liðinu þínu þá eru væntingarnar miklar."
Hann þekkir eitthvað til íslenska liðsins og segir þá geta náð langt, sérstaklega ef góð úrslit nást gegn Portúgal.
„Ég þekki einhverja leikmenn eins og Gylfa, Eið Smára og Aron Einar og ég held þeir geti náð langt í Frakklandi. Þeir þurfa að passa sig á Austurríki en ef þeir ná góðum úrslitum gegn Pórtúgal, geta þeir farið að láta sig dreyma."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir