Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. desember 2022 21:41
Elvar Geir Magnússon
„Niðurstaðan getur ekki verið annað en vítaspyrna“
Mynd: EPA
Skiptar skoðanir eru á vítadómnum sem varð til þess að Argentína tók forystuna gegn Krótíu í undanúrslitum HM í kvöld. Vítið var dæmt á Dominik Livakovic, markvörð Króatíu, sem braut á Julian Alvarez.

Þrír sérfræðingar ITV sjónvarpsstöðvarinnar voru einhuga um að þetta hefði ekki átt að vera víti en þá var skipt yfir til Peter Walton, sérfræðing stöðvarinnar í dómgæslu. Walton segir að ítalski dómarinn Daniele Orsati hafi tekið hárrétta ákvörðun.

Lestu um leikinn: Argentína 3 -  0 Króatía

„Markvörðurinn reynir að fara í boltann en missir algjörlega af honum. Þá brýtur hann á leikmanninum, hann fer í hlaupaleið sóknarmannsins og hindrar hann. Niðurstaðan getur ekki verið annað en vítaspyrna," segir Walton.

Gary Neville var meðal þeirra í sjónvarpssal sem sögðu að dómurinn hefði verið rangur. „Hvað getur markvörðurinn gert? Þarf markvörður sem kemur út á móti boltanum að fara til hliðar og leyfa sóknarmanninum að fá frítt skot?" spurði Neville.

Walton svaraði: „Nei, en hreyfing hans fram á við skapar árekstur. Ég skil að fólki finnist þetta strangur dómur en þetta er augljóst brot."

Smelltu hér til að sjá atvikið
Athugasemdir
banner
banner