
Skiptar skoðanir eru á vítadómnum sem varð til þess að Argentína tók forystuna gegn Krótíu í undanúrslitum HM í kvöld. Vítið var dæmt á Dominik Livakovic, markvörð Króatíu, sem braut á Julian Alvarez.
Þrír sérfræðingar ITV sjónvarpsstöðvarinnar voru einhuga um að þetta hefði ekki átt að vera víti en þá var skipt yfir til Peter Walton, sérfræðing stöðvarinnar í dómgæslu. Walton segir að ítalski dómarinn Daniele Orsati hafi tekið hárrétta ákvörðun.
Þrír sérfræðingar ITV sjónvarpsstöðvarinnar voru einhuga um að þetta hefði ekki átt að vera víti en þá var skipt yfir til Peter Walton, sérfræðing stöðvarinnar í dómgæslu. Walton segir að ítalski dómarinn Daniele Orsati hafi tekið hárrétta ákvörðun.
Lestu um leikinn: Argentína 3 - 0 Króatía
„Markvörðurinn reynir að fara í boltann en missir algjörlega af honum. Þá brýtur hann á leikmanninum, hann fer í hlaupaleið sóknarmannsins og hindrar hann. Niðurstaðan getur ekki verið annað en vítaspyrna," segir Walton.
Gary Neville var meðal þeirra í sjónvarpssal sem sögðu að dómurinn hefði verið rangur. „Hvað getur markvörðurinn gert? Þarf markvörður sem kemur út á móti boltanum að fara til hliðar og leyfa sóknarmanninum að fá frítt skot?" spurði Neville.
Walton svaraði: „Nei, en hreyfing hans fram á við skapar árekstur. Ég skil að fólki finnist þetta strangur dómur en þetta er augljóst brot."
Smelltu hér til að sjá atvikið
Athugasemdir