Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   fim 14. júlí 2022 10:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Manchester
Öll svör Steina og Dagnýjar - „Kemur í ljós"
Icelandair
Dagný og Steini á æfingu á mánudag.
Dagný og Steini á æfingu á mánudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma meiddist á æfingu í gær.
Telma meiddist á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég verð að reyna gera það eins vel og ég get
Ég verð að reyna gera það eins vel og ég get
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning í íslenska hópnum.
Góð stemning í íslenska hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og leikmaður liðsins, Dagný Brynjarsdóttir, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Í dag fer fram annar leikur Íslands á EM, annar leikur af þremur í riðlakeppninni. Leikurinn í dag er gegn Ítalíu og hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Leikstaðurinn er Academy Stadium í Manchester sem er heimavöllur kvennaliðs Manchester City. Fundurinn fór fram á vellinum.

Hér að neðan má sjá samantekt af fundinum, svör þeirra Steina og Dagnýjar við spurningum fréttamanna. Hægt er að nálgast það efni sem þegar hefur verið birt með því að smella á hlekkina hér að neðan.

„Það eru allar heilar nema Telma meiddist aðeins á æfingunni áðan, við vitum ekki alveg hversu alvarlegt það en hún var í myndatöku áðan á meðan við vorum að keyra hingað þannig ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á henni. Vonandi bara eitthvað smávægilegt," sagði Steini.

Dagný, hvað getum við tekið jákvætt út úr leiknum gegn Belgíu?
„Aðallega varnarleikinn, við gáfum ekki mörg færi á okkur. Við vörðumst vel frá fyrsta manni til þess aftasta og ég held það sé mikilvægt að við tökum það með okur í næsta leik."

Steini, erum við að fara sjá breytingar á liðinu á morgun?
„Þið eruð alltaf jafn þrjósk að spyrja að þessu. Það kemur í ljós á morgun," sagði Steini léttur.

Mun særða dýrið bíta frá sér? - „Var út úr þeirra karakter"

Steini, fyrstu leikir landsliðsins undir þinni stjórn voru á móti Ítölum. Sérðu miklar framfarir á þínu liði og tekuru margt úr leik ítalska liðsins í þeim leikjum inn í leikinn á morgun?
„Það var reynar ekkert í skýrslunni frá Ólafi Inga (Skúlasyni) sem tengdist leikjunum við okkur. Ég veit ákveðna hluti sem ítalska liðið hefur verið að gera og það eru ákveðnir hlutir sem við þurftum að laga eftir þá leiki og mér finnst við hafa lagað töluvert af þeim. Ítalska liðið spilar að mörgu leyti mjög svipað ennþá, og framkvæmir svipaða hluti sérstaklega í vörninni. Sóknarleikurinn er aðeins svipaður en aðallega er varnarleikurinn alveg eins."

„Ég held að Sara viti ekkert um ítalska boltann"

Dagný, leikurinn þinn gegn Belgíu. Er eitthvað sem þú sjálf vilt sjá betur fara hjá þér á morgun?
„Ég er ekkert ótrúlega sátt með fyrri hálfleikinn hjá mér, kannski var spennustigið of hátt og svona. Ef ég fæ einhver færi þá vil ég nýti færin og að lágmarki setji boltann á markið. Mitt hlutverk sem djúp verður að skipta boltanum milli vængja og að vera yfirveguð á boltanum. Ég verð að reyna að gera það eins vel og ég get og svo aðstoða vörnina í að stoppa sóknir ítalska liðsins."

Það svarar bara spurningunni

Hittu fjölskylduna í gær - Steini fór á róló

Dagný, græðið þið á því eða tapið að hafa spilað við Ítalíu fyrir ári síðan?
„Ég var með Covid þegar við spiluðum við þær seinast. Ég horfði bara á þá leiki í sjónvarpinu. Það eru margar í hópnum sem hafa spilað við Ítalíu en ekki ég. Svo ég græddi ekki sérlega mikið á þessum leikjum í fyrra."

Næst á fundinum kom mjög löng spurning frá ítölskum fréttamanni.
„Ég man ekki byrjunina."

„Ítalska liðið er sterkt og við horfum ekki á leikinn gegn Frakklandi sem týpískan ítalskan leik. Ég býst ekki við mjög mörgum breytingum í byrjunarliðinu, kannski 1-2 en ég vona að það verði ekki fleiri því ég undirbý liðið þannig. Ítalía er með marga góða leikmenn svo það gætu orðið fleiri breytingar en ég býst ekki við því,"
sagði Steini.

„Á þessum tímapunkti erum við einungis að einbeita okkur að leiknum gegn Ítalíu, við höfum ekki talað mikið um franska liðið. Öll einbeiting er á að ná í þrjú stig gegn Ítalíu á morgun," sagði Dagný.

Guðni peppaði landsliðið -„Hann gaf okkur hvatningarorð"

Fimmti markvörðurinn á leiðinni inn?

„Ég er búinn að ákveða vítaskyttu"

Dreymdi um að vera boltasækir - Glöð að sonurinn fái svona upplifun

Ísland mátti ekki æfa á keppnisvellinum
Athugasemdir
banner
banner
banner