Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Bjó til eitt eftirminnilegasta augnablikið - „Ótrúleg upplifun"
Fyrsta heila tímabilið í eftstu deild.
Fyrsta heila tímabilið í eftstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög þakklátur Davíð fyrir að hafa trú á mér og gefa mér tækifærið'
'Ég er mjög þakklátur Davíð fyrir að hafa trú á mér og gefa mér tækifærið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það kemur að sjálfsögðu til greina að taka slaginn aftur fyrir vestan'
'Það kemur að sjálfsögðu til greina að taka slaginn aftur fyrir vestan'
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Gunnar Jónas Hauksson hafði fyrir tímabilið 2024 leikið einn leik í efstu deild. Sá leikur kom með Gróttu tímabilið 2020. Gunnar skoraði tvö mörk fyrir Vestra á nýliðnu tímabili og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í efstu deild.

Bakvörðurinn, sem er 25 ára, bjó til eitt af augnablikum tímabilsins þegar hann vann boltann á Víkingsvellinum með frábærri tæklingu og skoraði í kjölfarið fallegt jöfnunarmark. Fótbolti.net ræddi við Gunnar Jónas um tímabilið og framhaldið.

„Það var ótrúleg upplifun að spila mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og ég er virkilega þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Að spila í Bestu deildinni var bæði krefjandi og erfitt, það eru töluvert meiri gæði hjá leikmönnum í Bestu deildinni miðað við Lengjudeildina."

„Það var mjög gaman fyrir mig að mæta vestur og spila með Vestra í Bestu eftir að ég hafi verið að glíma við erfið meiðsli síðustu tvö ár. Hápunkturinn var að ná að halda sér í deildinni, engin spurning,"
segir Gunnar Jónas sem spilaði einungis fjórtán deildarleiki samtals síðustu tvö tímabil á undan.

Sá bálreiðan Arnar eftir markið
Gunnar Jónas skoraði tvö mörk á tímabilinu en það fyrra, á Víkingsvellinum, er talsvert eftirminnilegra. Gunnar renndi sér og tók boltann af Sveini Gísla Þorkelssyni, leikmanni Víkings.

„Markið var helvíti gott, alvöru slumma í hornið. Það er virkilega sterkt að hafa náð stigi á Víkingsvelli, gerði helling fyrir okkur Vestramenn. Tæklingin var bara mjög hrein, en ég hugsaði hvort hann hafi lent eitthvað illa þegar hann hoppaði upp úr henni því ég sá að Arnar var alveg brjálaður eftir að ég skoraði markið. Það er alltaf gaman þegar það er ástríða á hliðarlínunni." Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli sín, fór mikinn í viðtölum eftir leik og uppskar leikbann.
   14.08.2024 19:00
Arnar tjáir sig um bannið: Gerði mig að fífli

Ómetanlegt að geta loksins spilað meirihluta mótsins
Gunnar Jónas byrjaði þrettán leiki á tímabilinu og kom átta sinnum inn á. Hann var spurður út í hlutverkið sitt í sumar.

„Ég er sáttur með mitt hlutverk og frammistöðu í sumar, sérstaklega í ljósi þess að ég hafði glímt við hnémeiðsli síðustu tvö tímabil. Það var ómetanlegt að geta loksins spilað meirihluta mótsins og að finna aftur sjálfstraustið á vellinum. Ég er mjög þakklátur Davíð fyrir að hafa trú á mér og gefa mér tækifærið. Það hefur veitt mér mikla hvatningu að vita að þjálfarinn sá eitthvað í mér og studdi mig til að ná mínu besta. Þessi reynsla hefur gefið mér mikið."

Þarf að skoða alla möguleika
Gunnar Jónas er með lausan samning. Kemur til greina að vera áfram hjá Vestra?

„Það kemur að sjálfsögðu til greina að taka slaginn aftur fyrir vestan. En ég er að reka rakarastofu og bý hérna fyrir sunnan þannig ég þarf bara að skoða alla möguleika sem eru í boði eins og er," segir Gunnar Jónas og svarar neitandi þegar hann er spurður hvort önnur félög hafi sett sig í samband við sig á þessum tímapunkti.

Sjá einnig:
„Við viljum klárlega halda honum"


Athugasemdir
banner
banner