Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 18:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Kane á bekknum - Doherty byrjar hjá Heimi
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Byrjunarliðin í leikjum kvöldsins í Þjóðadeildinni eru komin inn. Harry Kane byrjar á bekknum hjá Englandi sem mætir Grikklandi.

Kane gagnrýndi leikmenn sem hafa dregið sig úr hópnum en það voru níu leikmenn talsins. Þar af leiðandi eru miklar breytingar á liðinu.

Í sama riðli eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar, Írar, sem mæta Finnum. Heimir valdi Matt Doherty, leikmann Wolves, í hópinn í fyrsta sinn og hann fer beint í byrjunarliðið en Heimir gerir fjórar breytingar á liðinu.

Stórleikur kvöldsins er leikur Belgíu og Ítalíu. Romelu Lukaku er mættur aftur í belgíska liðið í fyrsta sinn eftir EM og sömuleiðis Nicolò Barella hjá ítalska liðinu.


Byrjunarlið Englands gegn Grikklandi: Pickford, Walker, Konsa, Guehi, Lewis, Gallagher, Jones, Bellingham, Madueke, Watkins, Gordon.
Varamenn: Gibbs-White, Gomes, Kane, Hall, Henderson, Livramento, Quansah, Harwood-Bellis, Rogers, Bowen, Solanke; Trafford.


Belgía: Casteels; Castagne, Debast, Faes, Theate; Engels, Onana; Trossard, Openda, De Cuyper; Lukaku
Varamenn: Vandevoort, Sels, Vermeeren, Lukebakio, Mbangula, Sardella, Mangala, Bakayoko, Al-Dakhil, Sambi Lokonga, Smets

Ítalía: Donnarumma; Di Lorenzo, Buongiorno, Bastoni; Cambiaso, Frattesi, Rovella, Tonali, Dimarco; Barella; Retegui
Varamenn: Meret; Vicario, Savona, Locatelli, Gatti, Maldini, Raspadori, Kean, Okoli, Comuzzo, Udogie, Pisilli


Írland gegn Finnlandi: C Kelleher, Doherty, Collins, Scales, O'Dowda, Ebosele, Cullen, Knight, Johnston, Ferguson, Szmodics



Athugasemdir
banner