Það hefur komið mikið á óvart að Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins, hafi ekki valið Harry Kane í byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Grikklandi í kvöld.
Kyle Walker er með fyrirliðabandið í fjarveru framherjans en Walker var hissa á því að Kane væri ekki í byrjunarliðinu.
„Maður mætir á svæðið og býst við því að Kane spili en þjálfarinn tók ákvörðunina," sagði Walker.
England fær Heimi Hallgrímsson og lærisveina hans í heimsókn í síðasta leik Þjóðadeildarinnar á sunnudaginn. Liðið er í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Grikkjum fyrir leikinn í kvöld.
„Við þurfum að ná í úrslit í kvöld. Þetta er leikur sem maður vill spila. Við ætlum að taka meðbyrinn með okkur í leikinn á sunnudaginn, við þurfum að þagga niður í áhorfendunum."