Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjaður að æfa eftir alvarleg höfuðmeiðsli
Mynd: EPA

Robin Le Normand, miðvörður Atletico Madrid, tók þátt að hluta til á æfingu liðsins í gær eftir að hafa orðið fyrir slæmum höfuðmeiðslum í leik liðsins gegn Real Madrid í lok september.


Le Normand fór í skallaeinvígi gegn Aurelien Tchouameni og í ljós kom að blóð hafi safnast saman milli höfuðkúpunnar og yfirborðs heilans.

Hann hafði ekki tapað leik með liðinu í upphafi tímabilsins en síðan hann meiddist fór að halla undan fæti hjá Atletico Madrid en liðið hefur unnið síðustu fjóra leiki.

Talið er að hann verði klár í slaginn í lok mánaðarins en Atletico mætir Valladolid þann 30. nóvember.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner